Bjarni boðar aukið aðhald

„Það sem er sérstakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er …
„Það sem er sérstakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er að við erum að koma úr djúpri efnahagslægð yfir í kraftmikinn hagvöxt. Þetta gerist á ofboðslega skömmum tíma. Áfram er það aðalmarkmið opinberu fjármálanna að ná niður verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun,“ segir Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudag. Hann segir að í sumar hafi verið ákveðið að auka aðhald meira en áður var ráð fyrir gert í frumvarpinu. Dregið verður úr stuðningi við stjórnmálaflokka um 5% og einnig verður leitað leiða til þess að ýta nýjum útgjöldum, sem átti að stofna til á næsta ári, inn á árið 2024.

„Að hluta er það kannski raunsæi. Það var ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að við gætum framkvæmt jafn mikið og áður var áætlað. Við boðuðum það að hefja gjaldtöku á umhverfisvænum bílum, umfram það sem hefur verið til þessa, og það felur í sér aukið aðhald. Það dregur úr þenslu í hagkerfinu og styður þannig Seðlabankann í hans aðgerðum. Þetta er dæmi um aðgerðir sem við boðuðum í sumar og við erum að útfæra núna. Heilt yfir þá njótum við góðs af því að það er mikill þróttur í hagkerfinu.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Spurður, hvort í frumvarpinu megi finna tillögur að skattahækkunum, svarar …
Spurður, hvort í frumvarpinu megi finna tillögur að skattahækkunum, svarar Bjarni því neitandi. Ekki eru á dagskránni meiriháttar breytingar á sköttum. Hins vegar hækka krónutöluskattar í takt við verðlag. Sú hækkun sé þegar komin fram. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka