Sjálfsvígsforvarnir nú í brennidepli

Í kynningarskyni er þessa dagana efnt til margvíslegra viðburða í tilefni af alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna sem er í dag, 10. september.

Boðskapur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem látist hafa í sjálfsvígum. Málþing um forvarnir var sl. miðvikudag þar sem fjallað var um geðheilsu og fleira slíkt með tilliti til sjálfsvíga. 

Þá voru ný húsakynni Píeta-samtakanna opnuð á fimmtudag en þau eru við Amtmannsstíg í Reykjavík. Efnt var til athafnar í tilefni opnunar og meðal viðstaddra var Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Í dag, laugardag, kynnir Geðhjálp sig og sitt starf í Kringlunni í Reykjavík frá klukkan 12 til 16. 

Í tilefni dagsins er boðið upp á viðburði víða um land en að dagskránni stendur vinnuhópur fulltrúa frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orr

Í kvöld verða svo minningarstundir í Akraneskirkju og Glerárkirkju á Akureyri, sem hefjast kl. 20. Dagskráin á Akureyri er samstarf Grófarinnar geðræktar, Píeta-samtakanna, Sorgarmiðstöðvar og þjóðkirkjunnar. Sr. Sindri Geir Óskarsson leiðir stundina nyrðra.

Dagskrá

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert