1.600 skjálftar frá miðnætti

Um 1.600 skjálftar hafa mælst frá miðnætti.
Um 1.600 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. mbl.is/Sigurður Bogi

Skjálftavirkni norðaustan við Grímsey hefur haldist svipuð og í gær en Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að frá miðnætti hafa orðið yfir 1.600 skjálftar.

Sá stærsti, sem var af stærðinni 4,2, varð klukkan eitt í nótt og sá næststærsti, af stærðinni 4,0, varð klukkan sex í morgun.

„Síðan þá hafa þeir verið minni,“ segir hún en bætir við að Grímseyingar finni vel fyrir skjálftunum.

mbl.is