Bóka snemma fyrir sumarið

Ferðamenn á Húsavík í sumar.
Ferðamenn á Húsavík í sumar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Unnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar GoNorth, segir í samtali við Morgunblaðið að nú þegar hafi borist þó nokkur fjöldi bókana fyrir sumarið 2023. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir sömu sögu og að bókanir hrannist inn á Norðurlandi.

Þær eru báðar vongóðar um að ferðamannasumarið 2023 verði enn betra en sumarið 2022. Þær segja þó mikilvægt að gistiplássum fyrir ferðamenn fjölgi svo það geti gerst. Arnheiður bindur einnig miklar vonir við að ferðamenn frá Asíu snúi aftur til landsins næsta sumar. Hún reiknar með að það verði að veruleika og að bandarískum ferðamönnum fjölgi sömuleiðis.

„Heilt yfir finnst mér okkar viðskiptavinir og þær ferðaskrifstofur sem við erum í samstarfi við miklu bjartsýnni á að Ísland haldi áfram að vera í þessari gífurlega sterku stöðu þegar ferðamenn eru annars vegar,“ segir Unnur og undirstrikar að framtíðin sé björt fyrir íslenska ferðamannageirann. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »