Verðbólgan mun lita kjaraviðræður

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl/Arnþór Birkisson

„Það sem við höfum mestar áhyggjur af eru verðbólgutölurnar. Það er ljóst að verðbólgan mun lita allar kjaraviðræður í haust enda þarf ekki að fara langt aftur í hagsögunni til að sjá að aðilar vinnumarkaðarins misstigu sig þegar voru víxlverkanir launa og verðlags. Þá var enginn lífskjarabati hjá fólkinu í landinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA).

Hann segir að verðbólgan sé megináhyggjefni SA og er litið á það sem stærsta verkefni vetrarins að kveða hana niður.

Kjaraviðræður vegna komandi kjarasamninga eru að fara af stað. SA hefur þegar átt fundi með nokkrum viðsemjenda sinna, að sögn Halldórs Benjamíns. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert