Flokkað í fernt á höfuðborgarsvæðinu

Unnið hefur verið að samræmingu sorpflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Unnið hefur verið að samræmingu sorpflokkunar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hari

Unnið er að undirbúningi breyttrar sorphirðu í Reykjavík og samræmingu á höfuðborgarsvæðinu öllu.

Nýtt flokkunarkerfi sorps fyrir Reykjavík hefur verið lagt til í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og tekur gildi á næsta ári, verði það samþykkt.

Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir að allt heimilissorp verði flokkað í fjóra flokka.

Flokkarnir verða pappír, plast, lífrænn eldhúsúrgangur og blandað sorp og eiga tunnur fyrir alla flokka að vera við öll íbúðarhús. Þó ætla sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að fara mismunandi leiðir við sorphirðu frá sérbýlum. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert