Helga Vala „innilega ósammála“ Kristrúnu

Helga Vala Helgadóttir og Kristrún Mjöll Frostadóttir.
Helga Vala Helgadóttir og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Samsett mynd

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „innilega ósammála“ Kristrúnu Frostadóttur, formannsframbjóðanda í flokknum, í atriðum varðandi aðild að Evrópusambandinu og nýju stjórnarskrána.

Þetta kemur fram í færslu sem Helga Vala birtir á Facebook. Helga Vala deilir með færslunni frétt um að þing­menn Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata hefðu lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla yrði haldin, um hvort Ísland ætti að fara í við­ræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, en bæði Helga Vala og Kristrún eru á meðal flutn­ings­manna til­lög­unn­ar. 

Grundvallarstefnumál Samfylkingarinnar

„Við verðum þá bara að vera sammála um að vera innilega ósammála um þessi tvö grundvallarstefnumál Samfylkingarinnar. Stefnan er svo samin af grasrót og rædd og samþykkt á landsfundi svo við skulum sjá hvort flokksfólki hefur snúist hugur,“ skrifar Helga Vala í svari við Þórs Saari, fyrrverandi þingmanns sem furðaði sig á málinu.

Málið snýst um aðild að ESB, en Kristrún sagði á dögunum að hún vildi leggja aðild­ar­við­ræður í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og taka svo stöð­una í kjöl­far­ið. Helga Vala segir að hún geti orðað það svo að hún sé mun óþolinmóðari en Kristrún og kveðst vilja klára málið sem fyrst.

Kristrún sagði þá í viðtali í Kjarnanum á dögunum að raunveruleikinn væri sá að það væri ekki meirihluti á þingi fyrir því að samþykkja nýja stjórnarskrá og að hún vildi ekki fara í vegferð á næsta kjörtímabili sem hún sæi ekki fram á að geta skilað í höfn.

mbl.is