Ellefu Íslendingar í loftbelg sem brotlenti

Atvikið átti sér stað í Frakklandi.
Atvikið átti sér stað í Frakklandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tvær íslenskar konur voru fluttar á spítala í Frakklandi í gær vegna meiðsla sem þær hlutu er loftbelgur sem þær voru um borð í hvolfdi. Ellefu Íslendingar voru í loftbelgnum.

Franski miðillinn France Bleu greinir frá. 

Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að konurnar tvær séu nú báðar á hækjum. Ein þeirra hlaut hnébrot en hin er aum í báðum fótum.

Atvikið átti sér stað nærri frönsku borginni Tours um klukkan hálfníu að morgni til.

Freysteinn Jónsson fyrrverandi flugstjóri er einn Íslendinganna sem var um borð í loftbelgnum en eiginkona hans hnébrotnaði. Hann segir í samtali við RÚV að flugið hafi gengið vel í fyrstu en síðan hafi belgurinn hreinlega brotlent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert