Erfiðast að leika sjálfan sig

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður.
Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður. mbl.is/Árni Sæberg

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður þarf að stíga út fyrir þægindarammann í mars, þegar hann mun leika í leikritinu Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sviðslistahópurinn Alltaf í boltanum setur upp í Tjarnarbíói.

Það fjallar um tvo bræður sem koma saman alla laugardaga til að horfa á ensku knattspyrnuna með öllu tilfinningaflóðinu sem því fylgir. „Ég leik eiginlega sjálfan mig,“ upplýsir Valdimar en hann kemur inn í þessar aðstæður hjá bræðrunum. Leikstjóri er Viktoría Blöndal en auk Valdimars leika í sýningunni Ólafur Ásgeirsson, Albert Halldórsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Hópurinn skrifar handritið í sameiningu.

Fer með línur í fyrsta skipti

Hefurðu leikið áður?

„Ég hef staðið tvisvar áður á sviði, í bæði skiptin á stóra sviði Borgarleikhússins. Fyrst í Milljarðamærin snýr aftur eftir Friederich Dürrenmatt árið 2009 en þar spilaði ég bara á básúnu. Síðan í Rocky Horror árið 2018, þar sem ég hafði aðeins stærra hlutverk. En þetta verður í fyrsta skipti sem ég þarf að fara með línur – og það með lærðum leikurum. Þetta verður áskorun! Ég hef líka heyrt að það sé erfiðast af öllu að leika sjálfan sig.“

Hann hlær.

Valdimar mun ekki aðeins leika í sýningunni, heldur jafnframt semja og flytja tónlistina. „Ég hlakka mikið til. Þetta verður spennandi verkefni og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Er þetta ekki svolítið búið þegar maður hefur ekki lengur þörf fyrir að gera eitthvað nýtt? Ég vona alla vega að forvitnin hjá mér deyi aldrei.“

Ítarlega er rætt við Valdimar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »