Hrafn Jökulsson er látinn

Hrafn Jökulsson.
Hrafn Jökulsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skákmaður, er látinn. Hann var 56 ára en greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með krabbamein í hálsi.

Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Hrafn var giftur Odd­nýju Hall­dórs­dótt­ur en þau gengu í hjónaband í ágúst síðastliðnum. Hrafn lætur eftir sig fjögur börn.

Foreldrar Hrafns voru þau Jökull Jakobsson rithöfundur og Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður. 

mbl.is