Útvarp Saga hlaut ekki styrk

Arnþrúður Karlsdóttir hjá Útvarpi Sögu.
Arnþrúður Karlsdóttir hjá Útvarpi Sögu. mbl.is/RAX

Alls hlutu 25 einkareknar fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning fyrir árið 2022, alls tæplega 381 milljón, en greint var frá úthlutun í vikunni. Enn fremur kom fram að þremur umsóknum hefði verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi skv. 62. gr. g. laga um fjölmiðla nr. 38 frá 2011.

Morgunblaðið sendi erindi til fjölmiðlanefndar og spurðist fyrir um það um hvaða þrjú fyrirtæki væri að ræða. Fram kom í svari nefndarinnar að þetta væru Nordic Times Media ehf., sem gefur út landkynningarblöð, m.a. Land og sögu, Snasabrún ehf. sem rekur vefinn handbolti.is og SagaNet-Útvarp Saga ehf., sem rekur samnefnda útvarpsstöð og vef.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert