Grét þegar sonurinn fæddist

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður.
Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta breytir öllu,“ segir Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður en hann varð faðir í fyrsta sinn fyrir 14 mánuðum.

„Samhengið verður á einhvern hátt allt annað; lífið hefur alfarið snúist um litla snáðann síðasta árið og rúmlega það. Sem er yndislegt. Ég hafði heyrt sögur um að það að verða pabbi sneri tilverunni á augabragði á hvolf – og það gerðist svo sannarlega hjá mér. Ég grét þegar hann fæddist og þetta hefur verið eitt samfellt ævintýri síðan. Að vísu ein og ein andvökunótt, eins og gengur.“

Hættir um leið og byrjar að dansa

Sonur Valdimars og kærustu hans, Önnu Bjarkar Sigurjónsdóttur, heitir Sigurjón Tumi og dafnar vel. „Hann er byrjaður að styðja sig við borð og stóla og bara dagaspursmál hvenær hann sleppir takinu og fer að ganga einn og óstuddur. Þá skilst mér að eltingarleikurinn byrji fyrst fyrir alvöru. Ég á ábyggilega eftir að komast fljótt í hörkuform.“

Er hann músíkalskur?

„Já, hann er strax kominn með tónlistarástina. Lagið Landsímalína með Spilverkinu er í mestu uppáhaldi hjá honum núna. Um leið og hann heyrir það, hættir hann um leið því sem hann er að gera og byrjar að dansa. Amma hans söng líka fyrir hann Sunnudagaskólalag í sumarfríinu okkar á Ítalíu og veifaði vísifingrinum á meðan. Um leið og hann heyrir það lag í dag byrjar hann sjálfur að veifa vísifingri. Vitandi hversu mikið tónlistin getur gefið manni mun ég auðvitað reyna að stýra honum í þá átt en hann finnur sig ábyggilega, hvar sem hann lendir.“

Rætt er við Valdimar í Sunnusdagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert