Sungu uppáhalds sálma Elísabetar

Frá athöfninni nú í kvöld.
Frá athöfninni nú í kvöld. mbl.is/Ari

Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja stóðu fyrir minningarathöfn um Elísabetu drottningu nú í kvöld en athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju.

Fjöldi fólks mætti á athöfnina, og gátu viðstaddir tendrað ljós í kirkjunni til minningar um drottninguna sem lést 8. september síðastliðinn.

Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju lék á orgelið og söngfólk …
Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju lék á orgelið og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. mbl.is/Ari

Atöfnin sjálf fór fram á ensku og auk þess voru sungnir uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar.

Útför drottningarinnar muna fara fram frá Westminster Abbey á morgun.

Fjöldi fólks mætti á minningarathöfnina.
Fjöldi fólks mætti á minningarathöfnina. mbl.is/Ari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert