Eyja hefur myndast í Ölfusá

á Horft á haustdegi til suðvesturs úr Neðri-Laugardælaeyju að hinu …
á Horft á haustdegi til suðvesturs úr Neðri-Laugardælaeyju að hinu nýja afkvæmi hennar sem myndast hefur þar sem lygna er í ánni. Gróður á eyri þessari bindur jarðveg og gerir landið traust. Í fjarska héðan sjást meðal annars verslunarhús Krónunnar, Hótel Selfoss, Jóruklettur og Ölfusárbrú. mbl.is/Sigurður Bogi

Án þess að fólk hafi veitt því mikla athygli hefur með hægfara þróun á síðustu árum myndast ný eyja úti á Ölfusá, vatnsmesta fljóti landsins. Skammt fyrir ofan Ölfusárbrú á Selfossi, á breiðum sem þar eru í ánni, eru tvær eyjar, sem tilheyra jörðinni Laugardælum. Lygna er á ánni vestan við Neðri-Laugardælaeyju, sem svo er kölluð, og í því skjóli hlóðst upp sandrif.

Í síkvikri náttúrunni er algengt að slíkt myndist en skoli út aftur. Rifið við Neðri-Laugardælaeyju hins vegar hélst. Áin bar að því sífellt meira efni og landið hækkaði. 

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert