Gera sér grein fyrir að ástandið er óásættanlegt

Fjöldi flugferða Icelandair norður hefur verið seinkað.
Fjöldi flugferða Icelandair norður hefur verið seinkað. mbl.is/Árni Sæberg

Fulltrúar flugfélagsins Icelandair funduðu í gær með fulltrúum sveitarfélaga vegna fjölda frestana og niðurfellinga á innanlandsflugi að undanförnu. Óskað var eftir fundi með Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, vegna „óásættanlegs ástands“.

Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, segir margt gott hafa komið út úr fundinum.

„Það sem mér fannst koma jákvætt úr þessu er að þeir öxluðu ábyrgð og gerðu sér grein fyrir því að ástandið væri óásættanlegt. Þeir tóku fram að þeir væru langt undir væntingum varðandi áætlun.“ 

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert