Rannsókn á manndrápi vekur athygli

Björgvin Sigurðsson (t.v.) og Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi, sérfræðingar í teiknideild …
Björgvin Sigurðsson (t.v.) og Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi, sérfræðingar í teiknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/LRH

Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur í DNA-greiningu, og Ragnar Jónsson, blóðferlasérfræðingur og lögreglufulltrúi, eru höfundar greinar í nýjasta bindi bókaflokksins Techniques of Crime Scene Investigation. 

Birtingin þykir vera viðurkenning á vönduðum vinnubrögðum og fagmennsku íslensku lögreglunnar. Þar er fjallað um rannsókn á manndrápi við Hringbraut í Reykjavík árið 2007, bæði um blóðferlarannsókn og DNA-rannsókn sem voru veigamiklir þættir í að upplýsa málið. Þetta er í fyrsta skipti sem fjallað er um rannsókn á íslensku sakamáli í bókaflokknum.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert