Reynt að fella vindmylluna í Þykkvabæ

Notast er við logskurðartæki til að fella vindmylluna,.
Notast er við logskurðartæki til að fella vindmylluna,. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna við að fella vindmyllu í Þykkvabæ hófst kl. 14 en reiknað er með að það muni taka um hálftíma að jafna mylluna við jörðu. Er búið að teikna línuna á vindmylluna sem á að brenna, en samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk á vettvangi var beðið eftir því að fréttamenn frá Rúv kæmu á vettvang áður en skurðvinnan hæfist.

Að þessu sinni verður ekki notast við sprengiefni líkt og var gert fyrr á þessu ári þegar önnur vindmylla á svæðinu var felld eftir nokkrar tilraunir. Nú munu starfsmenn á vegum Hringrásar nota yfirbrennara til að skera mylluna lausa með logskurðartæki.

Vindmyllan í Þykkvabæ sem fella á.
Vindmyllan í Þykkvabæ sem fella á. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær vind­myll­ur stóðu í Þykkvabæ en þær eyðilögðust báðar í bruna. Önnur myll­an var felld af sprengju­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar í apríl á þessu ári og er nú komið að þeirri seinni. 

Fé­lagið Há­blær, eig­andi vindraf­stöðvanna í Þykkvabæ, áform­ar að reisa tvær nýj­ar og af­kasta­meiri vind­myll­ur á und­ir­stöðum þeirra gömlu. 

Búið er að teikna línu neðst á mylluna sem svo …
Búið er að teikna línu neðst á mylluna sem svo verður brennt eftir með logskurðartæki. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is