Slökkvistarfi lokið á Granda

Lögreglan á vettvangi núna í morgunsárið.
Lögreglan á vettvangi núna í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum á Granda og eru síðustu bílar komnir í hús. Þetta staðfestir Jónas Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði á Fiskislóð á Granda í nótt. Tilkynning barst slökkviliðinu klukkan 03.22.

Húsið sem um ræðir hýsir sýninguna Lava show en að sögn Jónasar er það illa farið og þurfti að rífa hluta af þakinu. Eru upp­tök elds­voðans tal­in vera bund­in við stromp sem ligg­ur upp frá ofni á sýn­ing­unni.

Að sögn Jónasar gekk starfið vel fyrir sig undir lokin: „Það var bara verið að fara yfir hlutina og tryggja að það leynist ekki glæður þarna.“

Frá vettvangi snemma í morgun.
Frá vettvangi snemma í morgun. mbl.is/sisi
Frá vettvangi snemma í morgun.
Frá vettvangi snemma í morgun. mbl.is/Sigtryggur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert