Boða fjölgun sérnámsgreina lækna

Til stendur að auka framboða á sérnámi lækna.
Til stendur að auka framboða á sérnámi lækna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðisráðuneytið og háskólaráðuneytið, í samstarfi við Háskóla Íslands og Landspítalann, ætla að ráðast í fimm aðgerðir til þess að fjölga háskólamenntuðu heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólamálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra lögðu í sameiningu fram minnisblað í ríkisstjórn í gær þess efnis.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

Verða háskólarnir, sem annast menntun heilbrigðisstarfsfólks, hvattir til þess að forgangsráða í þágu heilbrigðisvísinda og aukins samstarfs sín á milli. Óskað verður eftir tillögum skólanna og heilbrigðisstofnana að öflugum færnibúðum; sérstakri kennsluaðstöðu til að kenna og þjálfa klínísk vinnubrögð.

Þá boða ráðherrarnir í minnisblaði sínu að sérnámsgreinum lækna innanlands verði fjölgað. Háskólamálaráðherra fer nánar yfir tillögurnar í grein sinni í blaðinu í dag. 

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert