Farið fram á 12 ára fangelsi í saltdreifaramáli

Einn sakborninganna í héraðsdómi í morgun.
Einn sakborninganna í héraðsdómi í morgun. mbl.is

Farið er fram á hámarksrefsingu, eða 12 ára fangelsisdóm, yfir þeim Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, Guðjóni Sigurðssyni, Halldóri Margeiri Ólafssyni og Ólafi Ágústi Hraundal sem eru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot í svokölluðu saltdreifaramáli.

Þetta kom fram í málflutningi Önnu Barböru Andradóttur aðstoðarsaksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Frá héraðsdómi í morgun.
Frá héraðsdómi í morgun. mbl.is

Guðlaugur, Guðjón og Halldór voru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands með Norrænu frá Hollandi í félagi með tveimur óþekktum erlendum aðilum.  Í samvinnu við óþekktan íslenskan aðila hafi þeir fjarlægt amfetamínvökvann úr saltdreifaranum og framleitt allt að 117,5 kg af amfetamíni í sölu og dreifingarskyni.

mbl.is

Guðjón, Halldór Margeir, Geir Elí Bjarnason og Ólafur Ágúst voru einnig ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman að kannabisræktun í útihúsi í Rangárþingi ytra. Sækjandi fer fram á tveggja ára fangelsisdóm yfir Geir Elí.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. mbl.is

Ólafur Ágúst var einnig ákærður, meðal annars, fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni mikið magn fíkniefna í bílskúr í Hafnarfirði.

Guðjón, Guðlaugur og Halldór hafa allir neitað því að hafa staðið að innflutningi á saltdreifaranum.

Fram kom í málflutningi sækjandans Önnu Barböru að engin fíkniefni hafi verið haldlögð í saltdreifaranum en að leifar af fíkniefnum hafi fundist í honum.

Skipulögð brotastarfsemi

Hún sagði jafnframt að um skipulagða brotastarfsemi hafi verið að ræða. Efnin hafi átt að fara í sölu og dreifingu hér á landi. Hún sagði Guðlaug hafa hlotið dóm árið 2010 fyrir peningaþvætti. Hann hafi neitað sök í málinu og ekki veitt neina aðstoð í tengslum við rannsókn þess.

Anna Barbara sagði Guðjón vera með hreint sakarvottorð en hann hafi að hluta játað sinn þátt í málinu. Bætti hún við að Halldór væri með hreint sakarvottorð og hann hafi neitað sök. Ólafur Ágúst hafi áður gerst sekur um glæpsamlegt athæfi. Haldlögð hafi verið í bílskúrnum sterk fíkniefni ætluð í sölu og dreifingu á Íslandi.

Krafist er þess að mennirnir greiði allan sakarkostnað. Halldór, Guðjón og Guðlaugur greiði hver um sig á þriðja hundruð þúsund króna, Ólafur rúmar 3 milljónir og Geir Elí um 50 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert