Megi ætla að Alþingi eða lögregla væru skotmörk

Frá blaðamannafundi ríkislögreglustjóra vegna handtöku á fjórum mönnum í gær.
Frá blaðamannafundi ríkislögreglustjóra vegna handtöku á fjórum mönnum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglu sem varðar grun á undirbúningi á hryðjuverkum er sú fyrsta sinnar tegundar sem hefur verið sett af stað á Íslandi. 

Þjóðaröryggisráði hefur verið gert viðvart en að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, hefur rannsóknin leitt í ljós upplýsingar sem leiddu til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. 

Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi rík­is­lög­reglu­stjóra sem var boðaður í dag vegna um­fangs­mik­illa rann­sókna og aðgerða embætt­is­ins.

Alþingi eða lögregla

Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og Sveinn Ingi­berg Magnús­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá héraðssak­sókn­ara, voru á fund­in­um.

Ríkislögreglustjóri fer með rannsóknina en hlutverk embættisins er að rannsaka landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess.

Spurðir hvort ekki mætti ætla að árásarmennirnir hafi beint sjónum sínum að Alþingi eða lögreglu, svaraði Karl Steinar því játandi.

„Það má alveg ætla það.“

mbl.is