Nágrannar einskis varir

Myndin sýnir vinnubilið sem lögreglan rannsakaði í gær.
Myndin sýnir vinnubilið sem lögreglan rannsakaði í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Iðnaðarmenn sem hafa verið að störfum nærri þeim hluta iðnaðarhúsnæðis þar sem menn voru handteknir af lögreglu i Mosfellsbæ í gær, vegna gruns um að undirbúa hryðjuverk hér á landi, segjast í samtali við mbl.is ekki hafa orðið varir við neina glæpastarfsemi eða skuggalega háttsemi.

Um er að ræða iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ sem stendur við götuna Bugðufljót. Mennirnir segja að viðbúnaður lögreglu á svæðinu í gær hafi verið gífurlegur.

Menn sem starfa í bílaverkstæði á móti segjast heldur aldrei hafa orðið varir við neitt annarlegt á svæðinu. Þar hafi alltaf verið eins og var í dag, þegar blaðamaður mbl.is mætti á svæðið. Enginn á ferli og allt með kyrrum kjörum.

mbl.is