Telja að ríkið eigi að greiða halla Suðurnesjastrætós

Uppsafnað tap er 91 milljón króna.
Uppsafnað tap er 91 milljón króna. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra vegna kröfu þeirra um að ríkið greiði sambandinu halla af almenningssamgöngum á Suðurnesjum. Uppsafnað tap er 91 milljón króna.

Samningur sem Vegagerðin gerði við SSS um uppbyggingu almenningssamgangna á Suðurnesjum fól meðal annars í sér einkaleyfi til reglubundinna fólksflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins.

Vegagerðin mátti ekki semja

Átti að nota hagnað af flugrútunni til að greiða niður samgöngur á öðrum leiðum. Vegagerðin ákvað einhliða að fella niður einkaleyfið eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið heimilt að gera þennan einkaleyfissamning. SSS höfðaði mál á hendur ríkinu vegna riftunarinnar. Dómkvaddir matsmenn álitu að samtökin hefðu orðið af nærri þriggja milljarða króna tekjum. Ríkið var sýknað af kröfunni í héraðsdómi og Landsrétti.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert