Tvær herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli

Önnur tveggja herflugvéla á Reykjarvíkurflugvelli í dag.
Önnur tveggja herflugvéla á Reykjarvíkurflugvelli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjá mátti tvær herflugvélar á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við mbl.is að annars vegar hafi verið um að ræða franska flutningavél og hins vegar bandaríska eftirlitsvél.

„Þær eru bara í stuttri millilendingu á leið sinni yfir hafið,“ segir Sveinn.

mbl.is