Áhrifavaldar og örlagavaldar í síðustu ferðinni

Skonnorturnar Ópal og Hildur ásamt ísfirska kútternum Byr á siglingu …
Skonnorturnar Ópal og Hildur ásamt ísfirska kútternum Byr á siglingu á Skjálfanda í vikunni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Skonnorturnar Ópal og Hildur komu til Húsavíkur í vikunni eftir um tveggja mánaða úthald í Scoresbysundi á Grænlandi. Skonnorturnar eru í eigu Norðursiglingar en fyrirtækið hefur boðið upp á ferðir um Scoresbysund síðan árið 2010.

Hver ferð er vikulöng og alls fluttu skonnorturnar um 200 manns í sumar, að sögn Heimis Harðarsonar skipstjóra á Ópal. Alla jafna fljúga þátttakendur til og frá Grænlandi en í síðustu ferðinni gafst þátttakendum kostur á að sigla með heim til Íslands.

„Þessi síðasti hópur var mjög líflegur. Í honum var margt ungt fólk víða að úr heiminum, til að mynda ljósmyndarar, og jú, ætli það hafi ekki verið einhverjir áhrifavaldar og jafnvel örlagavaldar með í för,“ segir Heimir og hlær við. Hann segir að í hefðbundnum hópum sé meira um göngu- og útivistarfólk.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »