Sungu og dönsuðu um borg og bý

Mikið fjör var hjá þriðja árs nemum í dag.
Mikið fjör var hjá þriðja árs nemum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árlegi peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík var haldinn í 101. sinn í morgun. Nemendur á þriðja ári klæddu sig upp á þjóðlegan máta og dönsuðu og sungu um borg og bý. 

Reynir Jónasson harmonikkuleikari spilaði fyrir hópinn, en þess má geta að hann verður níræður á mánudaginn.

Það mun hafa verið venja á dögum Þóru Melsteð, sem stofnaði Kvennaskólann ásamt eiginmanni sínum árið 1874, að stúlkurnar sem stunduðu nám við hann gengu í íslenskum búningi í skólann. Með tímanum breyttist það og þegar kom fram um 1920 gengu aðeins sumar stúlkur um í slíkum búningi í skólanum.

Vorið 1921 ákváðu svo nemendur skólans að koma á peysufötum til skólans til hátíðabrigða og gera sér dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann jafnan verið endurtekinn einu sinni á vetri síðan með vaxandi viðhöfn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert