Verðlagshækkanir af fullum þunga

Ýmsar nauðsynjavörur hafa hækkað mikið í verði.
Ýmsar nauðsynjavörur hafa hækkað mikið í verði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimilin verða nú fyrir þungum áhrifum af verðlagshækkunum og hækkun vaxta, að sögn verðlagseftirlits ASÍ.

„Verðbólga mælist á breiðum grunni, þ.e. margir vöruflokkar hafa hækkað í verði en verðhækkanir hafa að mestu leyti verið bundnar við vörur sem má flokka sem nauðsynjavöru. Slíkar verðhækkanir koma í veg fyrir að fólk geti breytt kauphegðun til að draga úr áhrifum verðbólgunnar á fjárhag heimilisins,“ segir ASÍ. 

Dæmi sem verðlagseftirlit ASÍ reiknaði sýna mánaðarlega útgjaldaaukningu upp á 26 þúsund krónur fyrir einstakling í leiguhúsnæði og 127 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu í eigin húsnæði.

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert