Óvissustig og hættustig vegna veðurs á morgun

Fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum.
Fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óvissustigi vegna veðurs hefur verið lýst yfir á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á Austurlandi, fyrir morgundaginn, sunnudaginn 24. september. Hættustig tekur gildi á Suðurlandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra, en ákvörðun var tekin í samráði við lögreglustjóra í hverju umdæmi fyrir sig.

Fólk sem hugar að ferðalögum er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, en hálka getur verið á heiðum. 

Íbúar eru hvattur til að huga vel að lausamunum eins og trampólínum, garðhúsgögnum og fleira. 

Þá eru verktakar beðnir að huga að framkvæmdasvæðum, girðingum, krönum og öðrum lausamunum og tryggja að allt sé vel fest. 

Uppfært kl. 18.08: Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs,  á morgun sunnudaginn 25. september. Áður hafði óvissustigi verið lýst yfir. 

mbl.is