Stefnir vegna frelsissviptingar

Stefnandinn neitaði að fara í sýnatöku við komuna til landsins.
Stefnandinn neitaði að fara í sýnatöku við komuna til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenskur ríkisborgari hefur stefnt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, og krafist þess að bótaskylda ríkisins verði viðurkennd vegna ákvörðunar sóttvarnalæknis frá 24. nóvember 2021. Í henni fólst 14 daga ólögmæt frelsissvipting stefnanda, að hans mati. Stefnandinn krefst þess að honum verði greidd 2,1 milljón króna í miskabætur með vöxtum. Auk þess krefst hann þess að ríkið greiði málskostnaðinn.

Málsatvik eru í stuttu máli þau að stefnandinn kom til landsins 11. nóvember 2021 frá Bretlandi. Hann hafnaði PCR-prófi og forskráningu við komuna og vísaði aðallega til 71. greinar stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert