Tapaði 900 þúsund á einu aukanúlli

Dýrt getur verið að gera mistök í heimabankanum.
Dýrt getur verið að gera mistök í heimabankanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður varð fyrir 900 þúsund króna tapi við kaup á bréfum í hlutabréfasjóði hjá Landsbankanum. Hann gerði þau mistök að slá inn tölu með einu aukanúlli þegar hann pantaði bréfin og bankinn vildi ekki láta viðskiptin ganga til baka þótt mistökin væru augljós.

Þegar maðurinn, sem er hátt á áttræðisaldri, áttaði sig á mistökunum vildi hann hætta við viðskiptin en ráðgjafinn sagði að það væri ekki hægt, þótt afgreiðsla bréfanna hefði farið fram þennan sama dag. Gengi bréfanna var þá 4,983. 

Var ákveðið að hafa samband á þriðjudag og þá var honum tjáð að hann gæti selt bréfin aftur, eða greitt þessar 10 milljónir sem vantaði. Gengið hafði þá lækkað í 4,69 og skildist honum að með því að selja myndi hann tapa mánaðar ferð á sólarströnd með konunni. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »