Viðvaranir orðnar appelsínugular

Ekkert ferðaveður er á morgun.
Ekkert ferðaveður er á morgun. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands.

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvaranir fyrir morgundaginn úr gulum í appelsínugular. Þær taka gildi klukkan níu á Norðurlandi eystra og og Suðausturlandi og klukkan tíu á Austurlandi og Austfjörðum. Viðvaranir verði í gildi fram yfir miðnætti.

Gert er ráð fyrir norðvestan stormi eða roki, 20-28 m/s með slyddu og snjókomu og vindhviðum yfir 40 m/s.

Ítrekað er að það er ekkert ferðaveður á þessum svæðum og fólk er hvatt til að tryggja lausamuni.

mbl.is