Lagðist upp að björgunarsveitarhúsinu

Báturinn virðist óskemmdur.
Báturinn virðist óskemmdur. Ljósmynd/Reynir Sveinsson

Tíu tonna bátur, Sara GK, losnaði frá bryggju í Sandgerði í óveðrinu sem gekk yfir suðvesturhorn landsins í nótt.

Lagðist báturinn að landi alveg upp við björgunarsveitarhúsið þar sem sveitin Sigurvon er til húsa. Báturinn virðist þó óskemmdur.

Til stendur að ná bátnum aftur út á flóði um klukkan fjögur í dag.

mbl.is