Veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi lokað

Vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi er lokaður.
Vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi er lokaður. mbl.is/Sigurður Bogi

Búið er að loka hringveginum frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi vegna óveðurs, en appelsínugul viðvörun er nú í gildi á austurhelmingi landsins og rauð viðvörun tekur gildi klukkan tólf á hádegi á Austfjörðum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna veðurs á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og hættustigi á Suðurlandi.

Ekkert ferðaveður er á austurhelmingi landsins í dag og er fólk hvatt til að gæta fyrst og fremst að eigin öryggi.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um færð og lokanir á vegum á vef Vegagerðarinnar og twittersíðu Vegagerðarinnar.

mbl.is