400 sprengjusérfræðingar mættir til Íslands

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að störfum.
Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að störfum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum eru staddir hér á landi í tengslum við alþjóðlega æfingu sprengjusérfræðinga á vegum Atlantshafsbandalagsins. Er æfingin, sem ber heitið Northern Challenge, skipulögð af séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar. Þar eru æfð viðbrögð við hryðjuverkum.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að þetta sé í tuttugasta og fyrsta skiptið sem æfingin sé haldin. Nú fá sprengjusérfræðingarnir að aftengja sams konar sprengjur og fundist hafa víða um heim í tengslum við hryðjuverk.

Æfingin fer að mestu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli en einnig í Helguvík og í Hafnarfirði. Æfingunni lýkur 7. október.

Sérhæfð stjórnstöð hefur jafnframt verið sett upp á öryggissvæðinu vegna æfingarinnar en það er í samræmi við alþjóðlegt vinnulag Atlantshafsbandalagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert