Flest í fyrsta sinn til útlanda

Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, býður grænlenskum krökkum í tveggja …
Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, býður grænlenskum krökkum í tveggja vikna ferð til Íslands árlega. Þau læra að synda en engar sundlaugar fyrirfinnast á Austur-Grænlandi. mbl.is/Ásdís

Á landinu er nú staddur hópur ungmenna frá Grænlandi en krakkarnir læra hér að synda og kynnast landi og þjóð. Vináttan sem myndast milli barnanna styrkir samskipti milli lítilla bæja á austurströnd Grænlands.

Gleðin ein skein úr andlitum grænlenskra ungmenna sem hingað eru komin til að læra að synda og kynnast landi og þjóð. Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, og skákfélagið Hrókurinn hafa frá árinu 2005 boðið grænlenskum börnum frá austurströnd Grænlands til tveggja vikna dvalar á Íslandi.

Nú eru stödd hér 24 börn ásamt sex kennurum, en Stefán Herbertsson vélstjóri, stjórnarmaður í Kalak, kom verkefninu af stað, ásamt Hrafni Jökulssyni heitnum sem var forseti Hróksins. Margt fleira gott fólk stendur að baki verkefninu og mörg fyrirtæki styrkja hópinn veglega með matvæli. 

Stefán Herbertsson sér um krakkana hér á Íslandi og hefur …
Stefán Herbertsson sér um krakkana hér á Íslandi og hefur gert frá upphafi.

Sundkennslan gengur afar vel að sögn Stefáns sem segir að eftir fjóra daga séu þau mörg orðin flugsynd.

Rúllustiginn ofboðslega spennandi

Stefán fylgir börnunum eftir allan tímann og hefur gert í öll þessi ár.

„Ég tek mér alltaf frí frá vinnunni til að sinna þessu og fæ ofboðslega mikið út úr þessu. Ég fæ alveg mín verðlaun því þegar ég fer til Grænlands og geng um þorpin þá heilsar mér annar hver krakki,“ segir Stefán og segist fara reglulega til Grænlands.

Krakkarnir eru áhugasamir að læra að synda.
Krakkarnir eru áhugasamir að læra að synda. mbl.is/Ásdís

„Flestir af þessum krökkum hafa aldrei komið til útlanda og aldrei farið í strætó til að mynda. Rúllustiginn í Kringlunni er ofboðslega spennandi. Það eru alls kyns hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir en þeim finnst stórkostlegir,“ segir Stefán og segir þessar ferðir oft opna augu krakkanna fyrir umheiminum og að hægt sé eiga sér framtíð utan litla bæjarins.

Ítarlega er fjallað um ferð grænlensku krakkana til Íslands í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert