Hátt í 200 útköll og 350 björgunarsveitarmenn að störfum

Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast um helgina.
Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast um helgina.

Að sögn Karenar Óskar Lárusdóttur, verkefnastjóra hjá Landsbjörg, var nóttin róleg miðað við aðfaranótt sunnudags.

„Það var allt með kyrrum kjörum í nótt,“ segir Karen og bætir við að björgunarsveitir hafi ekki farið í nema eitt verkefni.

Aftakaveður var á austanverðu landinu í gær en nú er lægðin farin að missa kraftinn. Enn eru þó í gildi í dag gular og appelsínugular viðvaranir þó að versta veðrið sé afstaðið.

Ekki er búið að taka saman lokatölur fyrir útköll helgarinnar en þau eru í það minnsta hátt í 200 og þá voru um 350 björgunarsveitarmenn að störfum á landinu öllu í gær.

Að sögn Karenar var aðallega um fokverkefni að ræða en einnig þurfti að aðstoða fólk sem sat fast í bílum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert