Lögreglan tjái sig ekki utan upplýsingafunda

Upplýsingafundur lögreglu var síðasta fimmtudag á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í …
Upplýsingafundur lögreglu var síðasta fimmtudag á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunn­ar Hörður Garðars­son sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra segir í samtali við mbl.is að ekki standi til að gefa upplýsingar um hryðjuverkamálið nema á upplýsingafundum lögreglu.

„Við ætlum að reyna að halda okkur við þessa upplýsingafundi og þar gefum við út nýjar upplýsingar um málið og við munum ekki gefa komment utan þeirra að svo stöddu. Við ætlum að reyna í þessu máli, þótt það sé gífurlega mikið af efni sem þarf að rannsaka, að upplýsa eins mikið og við getum á þessum fundum,“ segir Gunnar.

Hann gat ekki tjáð sig um það hvort fjölmiðlar hefðu farið með rétt mál, en ýmsar upplýsingar hafa komið fram frá ónafngreindum heimildarmönnum fjölmiðla, sem ekki hafa verið staðfestar af lögreglu.

Gunnar segir að næsti fundur verði líklega á miðvikudaginn eða jafnvel fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert