Hugvitið er lind sem aldrei tæmist

Jarþrúður Ásmundsdóttir.
Jarþrúður Ásmundsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

„Svo Ísland standi í framtíðinni betur af sér þau efnahagslegu áföll sem alltaf má búast við, þarf sterkt atvinnulíf og fjölbreyttan útflutning,“ segir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, tækni og nýsköpunar hjá Íslandsstofu.

„Möguleikarnir til verðmætasköpunar með hefðbundinni auðlindanýtingu eru takmarkaðir eins og oft hefur verið reynt. Hugvitið og þekkingin til þess að skapa eitthvað nýtt er hins vegar lind sem aldrei tæmist – enda skilar slík starfsemi Íslendingum æ meiri tekjum. Möguleikarnir eru endalausir.“

Á dögunum var í Reykjavík haldin ráðstefna á vegum fjármálaráðuneytisins sem bar yfirskriftina Tengjum ríkið. Þar var fjallað um ýmsar þær stafrænu þjónustulausnir sem innleiddar hafa verið í samskiptum almennings við ríki og sveitarfélög. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert