Ísland 5. besta landið samkvæmt SPI

Íslendingar þykja hafa það gott.
Íslendingar þykja hafa það gott. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland fellur um eitt sæti og er í fimmta sæti í 169 þjóða mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara, Social Progress Index (SPI). Niðurstöðurnar voru kynntar í gær.

Eins og síðustu ár eru það Norðmenn sem tróna á toppi SPI-listans. Ísland þykir leiðandi á ýmsum sviðum þegar vísitala félagslegra framfara er reiknuð út. Þar á meðal eru þættir er lúta að aðgengi að vatni, mat og hreinlæti, hér eru lífslíkur ungbarna mestar og gott aðgengi að menntun. Þá þykir hér á landi vera áberandi lítið um ofbeldi gegn minnihlutahópum, hátt hlutfall farsímaáskrifta og aðgengi að upplýsingum og samskiptum. Eins búa Íslendingar við einna minnstu loftmengun allra og sem fyrr skörum við fram úr í nýtingu hreinna orkugjafa. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »