Nær 3.000 flóttamenn komnir í ár

Stríðið dregst á langinn og neyðin vex, nú þegar haustið …
Stríðið dregst á langinn og neyðin vex, nú þegar haustið er komið. Í borginni Donetsk vakti brunninn bíll athygli barnanna, en hjálparstarf um þessar mundir miðast ekki hvað síst við að tryggja betur öryggi þeirra AFP

„Aðstreymi flóttafólks hingað til lands er jafnt og stöðugt. Reynsla undanfarinna vikna er sú að í viku hverri koma hingað til lands um 100 manns og starfið hér miðast við það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri stjórnvalda við móttöku flóttafólks. Móttökustöð fyrir fólkið er í húsi Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík og þar er því veitt fyrsta þjónusta.

Alls hafa 2.865 flóttamenn komið til landsins í ár, þar af 1.722 frá Úkraínu. Allmargir eru sömuleiðis frá Venesúela. Gangurinn í málum þeirra er sá að við komuna til landsins gefur fólk sig fram við lögregluna á Keflavíkurflugvelli – sem kemur því inn til Reykjavíkur þá strax í kjölfarið.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert