Sjö sækja um stöðu hafnarstjóra Faxaflóahafna

Faxaflóahafnir sjá um rekstur hafna við Faxaflóa og hafnarþjónustu.
Faxaflóahafnir sjá um rekstur hafna við Faxaflóa og hafnarþjónustu. mbl.is/RAX

Sjö sóttu um stöðu hafnarstjóra Faxaflóahafna, en umsóknarfrestur vegna stöðunnar rann út í síðustu viku. Staðan var auglýst eftir að Magnús Þór Ásmunds­son, sem hafði gegnt stöðunni í tvö ár, var ráðinn í starf forstjóra RARIK. Hætti Magnús 1. maí og tók Gunnar Tryggvason við sem starfandi hafnarstjóri, en hann er meðal umsækjenda.

Umsækjendurnir eru eftirfarandi: 

  • Elías Pétursson – fyrrv. bæjarstjóri í Fjallabyggð
  • Gísli Halldór Halldórsson – fyrrv. bæjarstjóri á Ísafirði
  • Gunnar Tryggvason – starfandi hafnarstjóri
  • Haraldur Sverrisson – fyrrv. bæjarstjóri í Mosfellsbæ
  • Jón Valgeir Björnsson – deildarstjóri
  • Karl Óttar Pétursson – lögmaður
  • Kristín Björg Árnadóttir – framkvæmdastjóri fjármálasviðs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert