Stjórn FÍ hafnar lýsingum fráfarandi forseta

Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélagsins, skrifar undir yfirlýsinguna sem var send …
Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélagsins, skrifar undir yfirlýsinguna sem var send var á fjölmiðla. mbl.is/RAX

Stjórn Ferðafélag Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið, að því er kemur fram í tilkynningu.

Fyrr í dag sagði Anna Dóra Sæþórsdóttir af sér sem for­seti Ferðafé­lags Íslands og sömu­leiðis úr fé­lag­inu. Hún sagðist ekki getað starfað í fé­lagi þar sem stjórn­ar­hætt­ir og siðferðis­leg gildi, sem ganga þvert á henn­ar eig­in gildi, ráði ríkj­um.

„Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni,“ segir jafnframt í tilkynningu félagins.

Fagleg ferli til staðar um hvernig skal tekið á áreitni

Þá segir að hjá Ferðafélagi Íslands hafi verið til staðar fagleg ferli og viðmið um hvernig skal tekið á málum sem koma upp í samskiptum innan félagsins, þar með talið mál er varða kynferðislega áreitni.

Ferðafélag Íslands skipuleggur fjölda ferða um landið á hverju ári …
Ferðafélag Íslands skipuleggur fjölda ferða um landið á hverju ári og rekur gistiskála á hálendinu, auk þess að halda við þekktum gönguleiðum eins og Laugaveginum og Kjalvegi hinum forna. mbl.is/Þorsteinn

En í uppsagnarbréf­inu lýs­ir Anna Dóra því hvernig hún hafi tekið á mál­um er varða brot á siðaregl­um fé­lags­ins, áreitni og kyn­ferðis­legt of­beldi sem hafi leitt til þess að stjórn­ar­maður hafi sagt af sér. Hún seg­ir mik­inn ágrein­ing hafa komið upp í stjórn fé­lags­ins um meðhöndl­un mál­anna og bend­ir á að góðvin­ur fyrr­ver­andi stjórn­ar­manns­ins hafi viljað að hann fengi aft­ur að starfa hjá fé­lag­inu.

„Tekið hefur verið á öllum málum af þessu tagi með faglegum og skipulögðum hætti og þau leidd til lykta,“ segir í tilkynningu félagsins.

Samskiptavandi tilkominn vegna stjórnarhátta

„Stjórn Ferðafélagsins getur staðfest að til staðar hafa verið vandamál í samskiptum innan stjórnar við fráfarandi forseta. Þessi samskiptavandi er tilkominn vegna stjórnarhátta hennar og framkomu við framkvæmdastjóra félagsins.“

Þá segir að lokum að stjórnin sé skipuð fjölbreyttum hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum, og að allt stjórnarfólk hafni þeim lýsingum sem fráfarandi forseti hefur komið með.

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður FÍ.
Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem formaður FÍ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert