Tilkynnt tjón nema tugum milljóna

Austurland fór sérstaklega illa út úr óveðrinu um helgina.
Austurland fór sérstaklega illa út úr óveðrinu um helgina. Ljósmynd/ Helgi Haraldsson

Jóhann Þórsson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, segir tryggingafélagið hafa fundið fyrir óveðri helgarinnar og að strax sé ljóst að tjónið nemi tugum milljóna.

„Við fundum alveg fyrir veðrinu. Tilkynningar um tjón fóru að berast á laugardeginum og staðsetningar tilkynninganna fylgdu veðrinu um landið. Þetta byrjaði hérna í borginni og fór svo austur eftir landinu.“

Töluverður fjöldi tilkynninga hafi borist, bæði í fyrradag og í gær, og í gær bárust flestar tilkynningar frá Austurlandi. Bæði hafi verið tilkynnt um tjón á húsum og bílum.

„Við getum ekki áætlað endanlegan tjónskostnað enn þá. Fólk hefur rúman tíma til að tilkynna og er að meta það hversu stórt tjónið er. En það er strax ljóst að þetta nemur tugum milljóna.“

Þá sagði hann að ekki væri farið að bera þetta saman við aðrar náttúruhamfarir eða óveður.

Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri hjá VÍS, sagði hins vegar að enn sem komið væri hefðu aðeins tíu tilkynningar borist félaginu í kjölfar óveðursins.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »