Búið að ráða niðurlögum eldsins

Mikill reuk lagði yfir svæðið.
Mikill reuk lagði yfir svæðið. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Búið er að ná tökum á eldinum sem kviknaði í iðnaðarhúsnæði á Egilsstöðum. Enn er þó unnið í að slökkva í glæðum í húsinu sem er nokkuð stórt. 

Þetta segja sjónarvottar.

Algjört altjón er á húsi efnalaugarinnar Vasks en það tókst að bjarga Landsnetshúsi sem er sambyggt en eldvarnarveggur er þar á milli. 

Slökkviliðsmenn rífa nú þakið af húsinu þeim megin sem kviknaði í til þess að eldurinn komist ekki eftir þakklæðningunni og læsi sig í Landsnetshúsið. 

Hús Vasks varð alelda á 10 til 15 mínútum að sögn sjónarvotta. Mikinn, kolsvartan reyk lagði yfir Egilsstaði en slökkvistörf gengu greiðlega miðað við aðstæður. 

mbl.is