Ævintýraborg risin á Fleyvangi í Vogabyggð

Húsin eru komin á sinn stað en eftir er að …
Húsin eru komin á sinn stað en eftir er að ganga frá lóðinni. mbl.is/sisi

Unnið hefur verið að því að undanförnu að koma fyrir færanlegum húsum, svokallaðri Ævintýraborg, fyrir leikskóla Vogabyggðar við Naustavog. Hverfið hefur byggst hratt upp síðustu misseri. Þegar það verður fullbyggt verða þar allt að 1.900 íbúðir.

Leikskólinn er á tanga í Elliðaárósum sem kallast Fleyvangur (Vogabyggð 5) en yst á tanganum er Snarfarahöfnin. 

Leikskóli í Vogabyggð mun síðar rísa ásamt nýjum grunnskóla og rúma 140 börn. Stefnt er að því að hann taki til starfa á árinu 2025, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Hann mun leysa af hólmi Ævintýraborgina. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert