Auglýst eftir umsóknum í mannvirkjarannsóknarsjóðinn Ask

Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði.
Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði. mbl.is/Golli

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði fyrir árið 2022 en umsóknarfrestur er til og með 31. október 2022.

Styrkir úr sjóðnum eru veittir í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og innviðaráðuneytið. Askur veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegu, áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. Við hverja úthlutun er horft til þarfa, eðlis og áskorana á sviði mannvirkjagerðar, áherslu á nýsköpun og markmiða um sjálfbærni.

Þættir sem Askur leggur sérstaka áherslu á árið 2022 eru byggingargallar, raki og mygla, byggingarefni, orkunýting og losun, tækninýjungar og gæði, segir í auglýsingu húsnæðis- og mannvirkjunarstofnun eftir umsækjendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert