Liggja jafnvel óhreyfð í ár

Í skýrslunni segir meðal annars að meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu …
Í skýrslunni segir meðal annars að meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu hafi að meðaltali verið 413 dagar árið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mál er varða nauðganir og önnur kynferðisbrot liggja mörg hver lengi óhreyfð, bæði hjá rannsakendum og ákærendum, meðan á málsmeðferð stendur. Ástæðan er helst sögð vera mikil mannekla hjá embættunum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps um málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála sem ríkissaksóknari skipaði í upphafi árs.

Í skýrslunni segir meðal annars að meðalafgreiðslutími nauðgunarmála hjá lögreglu hafi að meðaltali verið 413 dagar árið 2021 og hafi lengst um 77% frá árinu 2016. Það sama er uppi á teningnum hvað varðar kynferðisbrotamál í heild. Þeim hefur fjölgað um 33% frá 2016 og er afgreiðslu þeirra lokið eftir 343 daga að meðaltali. Árið 2016 var málsmeðferðartími kynferðisbrota hins vegar 253 dagar. Oft liggja málin óhreyfð í ár eða lengur hjá rannsóknardeild.

Komast ekki í verkefnin

„Staðan er alls ekki nógu góð. Það lá fyrir og þess vegna var ákveðið að fara í meiri greiningarvinnu til þess að finna út hverjir helstu orsakaþættirnir væru, hvað lægi að baki og hvort það væri eitthvað hægt að bæta verklagið,“ segir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, sem leiddi störf starfshópsins.

„Málsmeðferðartíminn hefur verið að lengjast mjög mikið eins og skýrslan ber með sér. Það sem kom náttúrlega mjög sterkt fram er að ástæðan er fyrst og fremst sú að það vantar starfsfólk. Fólk kemst hreinlega ekki í verkefnin sem það á að leysa. Það eru bara of mörg verkefni.“

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »