„Stórt skref fyrir íslenska samtímalist“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir kaup ríkisins á Norðurhúsi við Austurhöfn stórt skref fyrir íslenska samtímalist, en í dag var greint frá því að íslenska ríkið hafi gengið frá kaupsamningi á um sex þúsund fermetrum í húsinu af Landsbankanum.

Horft er til þess að sýningarrými verði á fyrstu hæð hússins á vegum Listasams Íslands.

„Þetta er stórt skref fyrir íslenska samtímalist og verður af þessu mikill sómi. Í þeirri menningarsókn sem við erum er hér einstakt tækifæri til að tengja enn betur þá menningarstarfsemi sem fram fer í Hörpu og þetta nýja rými,“ er haft eftir Lilju á vef stjórnarráðsins.

Þess má geta að Listaháskóli Íslands mun færast í Tollhúsið á komandi misserum, sem staðsett er við hið nýbyggða rými, handan Geirsgötunnar.

mbl.is