Tilhæfulausir reikningar frá bresku félagi upp á 19,4 milljónir

Héraðssaksóknari
Héraðssaksóknari mbl.is/Hjörtur

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot í tengslum við einkahlutafélag sem hann átti og stýrði, en samtals er hann talinn hafa komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón í skatta og gjöld á árunum 2012 til 2016.

Samkvæmt ákæru málsins er maðurinn talinn hafa offramtalið eignir og rekstrargjöld félagsins á grundvelli átta rangra og tilhæfulausra sölureikninga sem voru gefnir út af bresku félagi. Samtals er talið að offramtalin gjöld hafi verið upp á 19,4 milljónir og hann þar með komist hjá því að greiða 3,6 milljónir í tekjuskatt.

Þá er hann ákærður fyrir að hafa vanframtalið eigin tekjur frá félaginu um 22,6 milljónir og þannig komist hjá því að greiða 9,4 milljónir í tekjuskatt.

Að lokum er hann ákærður fyrir að hafa ekki greitt virðisaukaskatt upp á 7,8 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert