Efnaminni fjölskyldum svíður 60% hækkun fargjaldanna

Umboðsmaður barna telur 60 prósenta hækkun fargjalda ungmenna þyngja róður …
Umboðsmaður barna telur 60 prósenta hækkun fargjalda ungmenna þyngja róður margra fjölskyldna. mbl.is/Sigurður Bogi

„Okkur finnst skjóta skökku við að á sama tíma og gjaldskráin var lækkuð síðasta vetur fyrir fullorðna hafi hún verið hækkuð um 60% fyrir ungmenni undir 18 ára,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í samtali við Morgunblaðið.

Umræðuefnið er tiltölulega ný gjaldskrá Strætó bs., frá því síðla árs í fyrra, þar sem gjald fyrir árskort ungmenna hækkaði verulega, úr 25.000 krónum í 40.000.

„Almenningssamgöngur eru mjög mikilvægar fyrir þennan aldurshóp enda eru þau ekki komin með bílpróf og mörg hver sækja skóla í öðrum hverfum,“ segir Salvör og bætir því við að ljóst sé að efnaminni fjölskyldur hafi fundið verulega fyrir hækkuninni.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert